top of page

About the artist Yst

Yst Ingunn St. Svavarsdóttir er ein af frumbyggjum Egilsstaða, búsett í Bragganum Yst í Öxarfirði í Norðurþingi. Yst er með tvo mastera annan frá Gautaborgarháskóla í sálfræði og hinn frá Newcastel University í myndlist. Yst er fyrrum sveitarstjóri í Öxarfirði í þrjú kjörtímabil með örsetu á Alþingi, barna- og fjölskyldusálfræðingur, sem starfaði hjá Dagvist barna í Reykjavík og var fyrsti heilsugæslusálfræðingurinn á Íslandi; í Norðurþingi, en hefur starfað einvörðungu sem listakona sl. aldarfjórðung. Yst á að baki 26 einkasýningar  – flestar á heimavelli, þó nokkra útiskúlptúra og hefur tekið þátt í 33 samsýningum hér og hvar um landið og á námstíma í Newcastle og Stokkhólmi - á einnig nokkra gjörninga ýmist ein og sér eða með Súpunni;

Súpuna skipa listakonurnar:

Björg Eiríksdóttir   Edda Þórey Kristfinnsdóttir   Jóna Bergdal Jakobsdóttir   Unnur Óttarsdóttir  og   Yst Ingunn St. Svavarsdóttir

3 alltaf á leiðinni.jpg
4 Uppgjör-Fyrirgefning og Fæðing listakonunnar Ystar.JPG

„ Ég tjái tilfinningar mínar í verki og vonast með því til að ná til annarra og auðga mennskuna. Markmið mitt er að vera sístarfandi og staðna helst aldrei – braggast á sólstöðum, sýna árlega og þróa stöðugt eitthvað nýtt! Ég er femínisti - rauðsokka en þó fyrst og fremst leitandi sál sem fæst við form og liti og verk mín eru ýmist inni- eða útiverk, teikningar,  bókverk, málverk, innsetningar og skúlptúrar með eða án texta. Efnin sem ég nota helst eru málmar og tré, litir og tjörupappi, efnisdúkar ýmiss konar og endurnýttir tilbúnir hlutir auk spegla og plexiglers. Sálfræðingur er ég og fagurlistaverkakona og starfa eingöngu að list minni. Ég hika ekki við að fá mér smíðahjálp sem og aðra sérfræðiaðstoð ef svo ber undir og hef blessunarlega notið styrkja til að geta greitt fyrir aðkeypta vinnu og er mjög þakklát fyrir það. Braggast á sólstöðum Yst hlaut tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2015."

 

SÉRSTAKAR ÞAKKIR fá: Sigurður Halldórsson mín hægri hönd, Kristinn Steinarsson stálsmíði, Björn Halldórsson trésmíði, Guðmundur Örn Benediktsson trésmíði og Jelena Antic vefhönnun

Uppgjör-Fyrirgefning og Fæðing listakonunnar Ystar

Áhugi og ferill listakonunnar Ystar

Ég er feministi og hef mikinn áhuga á að konur verði sýnilegri í menningarsögulegu tilliti. Konur og veðrið sem þær búa við er mitt yrkisefni og ég sæki innblástur í náttúruna og innst í sál mína og hjarta. Ég þrái að ná til annarra og auðga mennskuna með verkum mínum

Ég á að baki ríflega hálft hundrað sýninga langflestar á heimavelli sem skiptast nokkurn veginn jafnt á milli einkasýninga og samsýninga, einnig örfáa gjörninga ein sér eða með Súpunni  

5 Listakona í burðarliðnum.JPG

Listakona í burðarliðnum

7 augnbotn betra auga Ystar eftir skell í janúarlok 2022.JPG

Yst sem innst

Í Öxarfirði stendur Ingunn St. Svavarsdóttir, Yst fyrir sýningu á verkum sínum í Bragganum Yst á sólstöðum ár hvert.

,,Fyrir mér er sýning eins konar aðalfundur, þar sem ársuppgjör fer fram, staldrað er við og staðan tekin” segir Ingunn ... og fólki gefst kostur á að taka þátt í  uppgjörinu. Í heiti sýningarinnar  ,,Yst sem innst” vísar Ingunn til þess að Yst er listamannsnafnið hennar, en það  hún tók upp stax á síðustu öld.  Einnig vísar hún til staðsetningar Braggans við ysta haf, sem og málverksins utan á Bragganum Yst, sem er sjálfstætt verk, auk verkanna inni í sýningarrýminu.

,,Manneskjan í öllum sínum margbreytileika, frá vöggu til grafar, er viðfangsefni mitt, breyskleiki hennar og þrár, sorgir hennar og einlæg fegurð. Ég vinn fígúratív verk með abstrakt ívafi í formi innsetninga, málverka, teikninga og skúlptúra. Einnig vinn ég verk sem  texta, örsögur, ljóð og hendingar ... bendingar og ádeilur. Ég nota líka tilbúna hluti sem ég set í nýtt samhengi”, upplýsir Ingunn.

Myndin hér til hliðar er tölvusneiðmynd af hægri augnbotni Ystar eftir að hún varð fyrir slysi þar sem losnaði bútur úr sjónhimnu augans sem hún notar.

Augnbotn betra auga Ystar eftir skell í janúarlok 2022

hefur storm í fang –

 

veðrið bítur á kinn –

 

hlustar – dokar við  -

 

 ætíð að skapa eitthvað nýtt

 

                                                                     Yst

bottom of page