top of page

Ás+t

Snýst um Ás+t

Ljósmyndin er frá1956 og það stendur Egilsstaðahverfi aftaná henni, þá var ég 5 ára og húsið okkar Ás tronir innst í myndinni.
Gárungarnir töluðu um þorpið sem var að byggjast upp, sem Gálgás eftir Gálgakletti þar sem Valtýr á grænni treyju var hengdur. Einar frændi byggði kassa með glerloki utanum beinin hans, sem var staðsettur undir Gálgaklettinum, og undarlegt nokk fóru beinin alltaf uppúr kassanum sjálf! Við krakkarnir lékum okkur oft þarna en vorum dauðhrædd að þurfa að ganga framhjá Gálgásnum til að sækja mjólkina á brúsa útí Búbót – fórum helst ekki ein!
Seinna húsið okkar hét Selás 3 og það eru mörg götuheitin á Egilsstöðum sem enda á ás, eins og Laufás, Lagarás o.fl. en hamrar og ásar einkenna landslagið á Fljótsdalshéraði. Ásbíó var líka aðal samkomuhúsið þangað til Valaskjálf kom. Þríhyrningarnir mínir í verkinu eru málaradúkar og trönurnar 3 eru örsmálar en traustar og rauði þráðurinn á tvinnavinnslinu á uppistandandi trönunum er djúprauður!
Vona að þetta gefi smá hint um verkið!

Yst

© 2023 YST Ingunn St. Svavarsdóttir

bottom of page