top of page

Vettlingatök

Úti-innsetning í hjalli 2006.  Tæplega 200 gúmmíhanskar hengdir upp með klemmum og postulínslóði. Hvatinn að verkinu var sú óþolandi staða mín að þurfa að ganga með hanska alla daga vegna svæsins exems í lófunum í heil tvö ár! Líta má á verkið, sem birtist í kennslubók Máls og Menningar í  Íslensku 2 fyrir framhaldsskóla árið 2007 sem hvatningu fyrir mig ... sem listamann. Ennfremur má líta á Vettlingatök á pólitískan hátt sem óð til hinna vinnandi stétta samfélagsins og/eða sleifarlag þeirra sem stjórna!

 

Yst

bottom of page