top of page

Ferill

Menntun

- University of Newcastle upon Tyne, U.K. Master of Fine Art. Tveggja ára heilsárs meistara-nám í fagurlist  2006-2008.

- Fjöldi námskeiða af veraldlegum, sálfræðilegum og listrænum toga.

- Myndlistarskólinn á Akureyri. Fornám, málun og lokapróf úr fagurlistadeild 1998-2002.

- Håkon Öen. Fjölskyldumeðferðarnám 1985-1988.

- Esra S. Pétursson. Sálkönnun 1981-1984.

- Göteborgs Universitet Sverige. M.Sc. í sálarfræði 1981.

- Háskóli Íslands. Heimspekileg forspjallsvísindi og sænska 1978.

- Háskóli Íslands. B.A. í sálarfræði og uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda 1977.

- Roosvelt University, Chicago, USA. Computer Science 1972.

- MA-stúdent af náttúrufræðibraut 1971.
 

Störf

- Félagi í SÍM, starfar einvörðungu að list sinni, í stjórn Myndlistarfélagsins 2009-2010

- Sálfræðingur við Dagvist barna í Reykjavík í fjögur ár, önnur fjögur sem fyrsti heilsugæslusálfræðingur landsins í Norður-Þingeyjarsýslu.

- Sveitarstjóri í Öxarfirði í áratug og sat í hreppsnefnd þrjú kjörtímabil.

- Þátttaka í stjórnum og nefndum af ýmsu tagi, bæði heima í héraði, í landshlutanum og á landsvísu.

- Varaþingmaður eitt kjörtímabil með örsetu á þingi, flutti þingsályktunartillögu um nú orðnar úrbætur í vegamálum í Norðurþingi og sótti FAO ráðstefnu til Hollands um “Konur í dreifbýli” fyrir Íslands hönd.

- Frábitin flokkspólitík, óflokksbundin en fylgist með þjóðmálum og heimsmálum eins og fugl á flugi. Steypi mér niður í frjálsu falli, þegar svo ber undir og segi mína skoðun ,,í verki”.

Sýningar

Gjörningar:

Burðast með sjálfsmynd  með Súpunni á Akureyri 2010

Burðast með sjálfsmynd  með Súpunni í Reykjavík 2009

Þú ert hér  Yst ein á Þórsnesi við Lagarfljót 2009


Einkasýningar:
  • Seigla  í Bragganum sumarsólstöður 2021

  • Musteri sálarinnar  í Bragganum sumarsólstöður 2020

  • Tilgangurinn  í Bragganum sumarsólstöður 2018

  • Ubuntu í Bragganum 2017

  • Nýr vinkill  í Bragganum sumarsólstöður 2016

  • Beggja skauta byr  í Bragganum sumarsólstöður 2015

  • Dans  við Presthólalón í Norðurþingi 19999-2015

  • Á milli steins og sleggju –í góðu tómi í Bragganum sólstöður 2013

  • Gegnsæi til hvers í Bragganum sólstöður 2012

  • Jóreykur í Bragganum sólstöður 2011

  • Minni Íslands  Bragginn sumarsólstöður 2010

  • Newcastle – New York – Nýja Ísland  Þjóðmenningarhúsið des. 2009 út febr. 2010

  • Sagt í lit  Bragganum sumar 2009

  • Ekki án  Ketilhúsinu Akureyri vor 2009

  • Sé þig  Mokka Reykjavík ársbyrjun 2009

  • Línan - ferð án fyrirheits  Café Karolína Akureyri haust 2008

  • Still Waters Run Deep  Hatton Gallery Newcastle, síðsumars 2008

  • Teikning  Braggasýning sumar 2008

  • From One To Another  Hatton Gallery Newcastle, haustið 2007

  • Tilraunir – Tvenndarleikir  í Bragganum sumarið 2007

  • Yst fyrst fryst ... svo??  í Bragganum sumarið 2006

  • Yst sem innst  í Bragganum sumarið 2005

  • Sólin í Ásbyrgi  sumar 2003

  • Bragginn  að utan haust 2002

  • Óður  Íþróttahöllin á Akureyri sumarið 2002

  • Fyrstu sporin  Skólahúsinu á Kópaskeri sumarið 2001


Samsýningar:
  • Nú… 20 árum seinna með Súpunni í Bragganum Yst 2024

  • Ögrun við Öxarfjörð -Tilveran Yst í Einarsstaðafjöru fyrir neðan Braggann Yst ásamt listakonum af Skerinu, þeim Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Maríu Hrönn Gunnardóttur sumarið 2023

  • Hringsól - Verk í stað vonar í Bragganum ásamt 4 erlendum listamönnum sumarið 2022

  • Traust í Bragganum með Súpunni á sólstöðum 2019

  • Umhverfing NR. 2 - Snýst um Ás+t í Safnahúsinu á Egilsstöðum í maí 2018

  • Almanakið List í 365 daga fyrir árið 2015 - Í hnút

  • Tíðir innsetning ásamt Ingibjörgu Guðnmundsdóttur í Bragganum á sumarsólstöðum 2014

  • Gullgrafarastétt í Deiglunni á Akureyri síðvetrar 2014

  • Almanakið List í 365 daga 2014 - Án titils

  • Ert þú hér? Undir berum himni í Þingholtunum í Reykjavík sumarið 2013

  • Veran með Myndlistarfélaginu í Boxinu í gilinu á Akureyri í febrúar 2013

  • Uglan ásamt bókverkinu Til hennar á menningarmálþingi á Raufarhöfn snemmveturs 2012

  • Til hennar með ljóðum Jónasar Friðriks og yfirliti yfir 14 verk Ystar í lúppu sýningu MHR félaga í Kling og Bang sumarið 2012

  • Konur skrifa baki brotnu í afmælisbók MHR 2012

  • Mynni í flugstöðinni á Akureyri í Allt+ sýningu Sjónlistamiðstöðvarinnar sumarið 2012

  • Til hennar á bókverkasýningunni Netverk bókverka í Norræna húsinu veturinn 2011-2012

  • Almannagjá í Myndin af Þingvöllum – lúppusýning Listasafns Árnesinga sumarið 2011

  • Færi  Myndlistarfélagið í Hofi Akureyri haustið 2011

  • Hof í 20x20 sýningu Myndlistarfélagsins á vígsluhátíð Hofs haustið 2010

  • Sjálfsmyndir  Súpan með ungum og öldnum; frumsýning í Bragganum í nóv. 2009, SÍM-húsinu og Kaffistofu LHÍ í Reykjavík í des. sama ár og loks í Boxinu Akureyri í jan. og byrjun febr. 2010

  • Margt býr í skúmaskotum  Myndlistarfélagið Boxinu Akureyri undir lok október 2009

  • Fljótið og hringurinn  Listin í náttúrunni-vinnubúðir á Eiðum ásamt sýningu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í október 2009

  • Flug List í garðinum  Lystigarðurinn á Akureyri haust 2009

  • Kappar og ofurhetjur Myndlistarfélagið Boxinu Akureyri á Þorra 2009

  • Million Things in One  Long Gallery Newcastle vor 2007

  • María mey   með Súpunni Frumsýning í Bragganum, einnig sett upp í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju hvoru tveggja sumarið 2004.

  • Tíu sinnum Tíu  afmælissýning Gilfélagsins í Ketilhúsinu í desember 2001

  • Bókverk  Deiglunni á Akureyri nemendasýning 2001

  • Myndlistarsýning Fagurlistadeildar Máa Safnahúsinu á Húsavík sumar 2000

  • Eplasýning nemenda Dorrit Hallström í Stockholm í Svíþjóð vorið 2000

  • Skúlptúrasýning  nemenda í Ketilhúsinu á Akureyri vor 2000

  • Brúarkynning  nemenda Teríunni áramótin 2000

  • Teríusýning  nemenda Akureyri vor1999

  • Vorsýningar Myndlistarskólans á Akureyri 1999-2002

Menningarstyrkir

 

  • Verk í stað vonar-Hringsól var styrkt af SSNE 2022

  • Eyþing, Norðurþing og fjöldi einkaaðila styrkti gerð Dansins 2015

  • Sóknaráætlun Norðurlands styrkti sýninguna Gegnsæi 2012

  • Eyþing styrkti sýningarnar; List í garðinum og  Sjálfsmyndir 2009

  • Þó nokkrir aðilar á Austurlandi styrktu vinnubúðirnar á Eiðum

  • og sýninguna: Fljótið og hringurinn 2009

  • Framleiðnisjóður Landbúnaðarins og Byggðastofnun v/ nýsköpunar á landsbyggðinni; bygging og starfræksla Braggans 2002-2003

  • Yst er listamannsnafn Ingunnar sem í aldarfjórðung hefur einvörðungu helgað sig listinni og sýnir í Bragganum Yst í Öxarfirði  www.yst.is  Hún á að baki 26 einkasýningar og 33 samsýningar hér heima og erlendis auk gjörninga.

  • Yst er feministi og nýlist á hug hennar allan auk mannræktar, söngs og menningar, djasss og gönguferða úti í náttúrunni ...

bottom of page