Um listakonuna Yst
Sköpunarseigla
Sýningin er 3ja formlega litarannsókn Ystar á tveimur áratugum. Sú fyrsta var í Myndak á Akureyri, önnur í meistaranáminu í Fine Art í Newcastle University og sú þriðja í Bragganum Yst sem er áframhaldandi.
Um er að ræða abstrakt sýningu á tvívíðum flötum, lita- teikni-samfellur eða samklipp sem fest eru á tjörupappagrunn frauðplatna. Stærð hverrar plötu er 1 x1,5 metrar og tvær plötur mynda oft saman verk – þetta er 12 plötu sýning.
Verkin sýna sköpun með liti sem útgangspunkt… form og lína fylgja á eftir.
Þessi leikur að litum og litasamsetningum núna er umbreyting, sem byggir á því að um kollvörpun er að ræða í aðferðafræði myndsköpunar Ystar. Þessi nýja nálgun hefur verið a þróast í um 15 ár eða frá því í meistaranáminu í Newcastle að varpað var fram spurningunni “Hvers vegna ekki að byrja bara með litina?”
Efni verkanna koma í ljós í víxlverkun forma og línu á glæruteikningunum en upphafspunkturinn er ætíð liturinn – sem sagt liturinn ræður ferðinni og þar með efninu.
Sýningin er sköpunarsaga í endursköpuðu sýningarrými Braggans Yst og verkin lýsa sköpunarferlum í stórum og smáum skala.
Yst ´21