top of page

Vatnið

Heilluð af vatni í öllum hugsanlegum myndum og ekki síst snævi þaktri ásjónu landsins, sem hylur kviku þess, nýt ég ferðarinnar á hálli brautinni, skrikar fótur um stund og  missi sjónar, en held þó ótrauð áfram. Hugur og heimur eru samofin. “Allt fram streymir endalaust” ... í flæði.

 

Dr. Emoto hefur rannsakað vatns-kristalla í áraraðir og segir í bók sinni: “Hidden Message in Water”:  “ Hver veit nema lífsreynsla okkar sé skráð í vatninu, sem er til staðar í líkama okkar og sé það sem við köllum sál.”

 

Í tæpan áratug hef ég verið að rannsaka vatnið með því að lesa mér til um allt sem ég hef komist yfir um það, safnað myndum af því, skoðað það á sýningum og úti í náttúrinni, unnið með það bæði í hagnýtu skyni og listrænu og síðast en ekki síst sannreynt það á og í sjálfri mér. Í verkunum, sem ég sýni hér tefli ég saman vatni í ýmsum myndum og tilfinningum af ýmsum toga. 

6 Ekki án Hljóðverk Yst
00:00 / 09:26
Farvegir

‘Waterways’ Diptych (acrylic on canvas) 1520mm x 2550mm.

 

This work is intended to induce meditation. The use of colour is purposely minimal and there is little specific or representational information given to the viewer.

Tár (trílógía)

Tillaga að útilistaverki við nýja Landspítalann 2023

með vísan í andstæðurnar; gleðitár og angistartár, yndistár og sorgartár

Gagnvirka útilistaverkið Tár / Tears vísar beint inn í innsta kjarna manneskjunnar. Tár sýnir okkur hvernig hægt er að leika sér með vatnið, dýrmætu auðlindina okkar og verkinu er ætlað að lýsa upp hugi og hjörtu mannanna og lífga upp á hvunndaginn með ljósaspili, litatónum og mögnuðum hljómum í bland við fögur og vís orð.

Tár minnir okkur á hversu gjöful móðir Jörð er okkur með vatnið hér um slóðir. Heilandi áhrif rennandi vatns á heilbrigði mannsandans eru óumdeild og margsönnuð.

Yst

bottom of page