top of page

Móðirin  - móðir mannkyns

Móðirin er margræð – á sér margar hliðar

Hún hefur hlotið stærsta hlutverkið í lífinu – að fæða af sér nýtt líf! Umhyggjan hvelfist yfir ungabarnið.

Hún er bundin í báða skó og stendur ekkert til boða annað en

að standa sig! Hnarreist berst hún fyrir barninu sínu.

Móðirin er inniverk 2.66m á hæð 1.40m á breidd og dýptin er 1.60m Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkti verkið 2015.

Skúlptúrinn er úr greni sem minnir á kjól - og jól. Móðirin á skilinn stálstuðning samfélagsins því hún ber sjálfa sig á borð  fyrir ungviðið – hér eikarborð. Verkið er gagnvirkt og tekur utan um þig á hvorn veginn, sem þú velur að setjast í móðurskautið – til að finna umhyggjuna hvelfast yfir þig – eða til að fyllast kjarki og þori til að takast á við lífið!
 

YST ´15.
 

Mother - Mother of mankind

The mother is complicated – she has many different sides

She has the biggest role in life – to bring new life into the world!

She embraces her new-born with love

She is nailed down and has no alternative but to endure!

Standing tall she fights

For her child

 

Mother is an indoor sculpture 2.66m High 1.40m Wide and 1.60m Deep

The work received a grant in 2015 from the cultural fund Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

The wooden sculpture is made from an evergreen tree that can resemble a dress or a Christmas tree - the tree of love.

Mothers deserve steel-like-support from society, because they nurture their young from their own body – in this case on an oak table.

The sculpture is interactive and it embraces you if you sit down in it which-ever way you choose to turn in it; to feel motherly care or to get empowered by her courage to take on your own life!

YST  ´15

© 2023 YST Ingunn St. Svavarsdóttir

bottom of page