top of page

Nýja stjórnarskráin

Hugfangin og full bjartsýni yfir starfi Stjórnlagaráðs fyrir hönd þjóðarinnar eftir Hrunið mikla og Rannsóknarskýrslu-niðurstöðuna varð ég að gera þetta verk! Það spratt fram af miklum krafti og ég var svo hissa þegar ég fór að spá í það að, þrátt fyrir hnitmiðað og gleðilegt yfirbragð verksins gjallarhorn og málpípu þá sá ég að eitthvað vofði yfir á bak við tjöldin. Hunzun Alþingis á vilja þjóðarinnar, þrátt fyrir afgerandi kosningarniðurstöðu með Nýju Stjórnarskránni í október 2012 varð algjör og Nýja stjórnarskráin var skotin niður! Svarti kassinn geymir síðastu upptökuna frá Alþingi.

Yst

Hvers vegna Nýju Stjórnarskrána?

Jú, hún er up to date!

Við eigum hana skilið eins og frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti segir

Við erum búin að vinna fyrir henni með þjóðfundum og Stjórnlagaráði og hún er löngu samþykkt - var samþykkt 20. október 2012 fyrir 7 árum síðan! Þingmönnum ber skylda til að lögfesta hana, því þeir eru ráðnir á þing af okkur fólkinu í landinu, til að framfylgja vilja þjóðarinnar! MMR-könnun frá því í hittifyrra sýnir að meirihluti þjóðarinnar vill Nýju Stjórnarskrána!

Nýja Stjórnarskráin er ekki fyrir stjórnmálaflokkana, heldur fyrir okkur sem þjóð, sem samfélag og hún byggir á þeim lífsgildum sem við íslenska þjóðin viljum halda í heiðri! Auðvitað verður hún að vera í sífelldri endurskoðun til að haldast í takt við þjóðina á hverjum tíma!

Látum ekki villa okkur sýn - stöndum föst á rétti okkar til Nýju Stjórnarskrárinnar!

Forseti okkar herra Guðni Th. Jóhannesson er þegar farinn að vinna eftir Nýju Stjórnarskránni, því þegar hann rauf þing fyrir tveimur árum og boðaði kosningar talaði hann við þingmenn úr öllum flokkum á þinginu áður en hann samþykkti þingrofið. Forsetinn hvatti þá líka þingið við setninguna til að setja Nýju Stjórnarskrána á dagskrá ma. vegna skýrari ákvæða um vald forseta í henni.

Frá því Nýja Stjórnarskráin var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni, hefur það margoft sannast að hún er orðin bráðnauðsynleg td. í mannréttindakaflanum og auðlindaákvæðinu, en við erum  stanslaust að glutra niður sanngjörnum leigutekjum af smeiginlegu auðlindunum okkar sem nýtast ættu þjóðinni allri því ekki skortir verkefnin!

Ég hvet ykkur landsmenn öll sem eitt að leggjast nú á árarnar og vinna vinnuna ykkar í að koma Nýju Stjórnarskránni okkar í höfn!

Koma svo!

Yst Ingunn St. Svavarsdóttir
sálfræðingur og myndlistarkona

Greinin birtist í Bændablaðinu

bottom of page