top of page
Á tánum!
Konan er hér yrkisefni mitt. Hún þarf ætíð að vera ”á tánum” enda munað tímana tvenna og enn langt í land. Systrakærleikurinn nær til kvenna á hvaða aldri sem er, hvar sem er. Allar skulu þær leiddar til öndvegis.
Móðir, kona, meyja, snót
kvíddu ei hót.
Gakk hnarreist jafnrétti mót!
Yst
Þess má til gamans geta að svo virðist sem hið alþjóðlega kvennamerki hafi verið tekið óbreytt upp úr innsta kjarna merkis Kopparbergs námunnar í Falun í Svíþjóð, það er merki frumefnisins kopars og járnmerkið er merki karla. Starfsemi námunnar hófst á árunum 500-1000 og byggði upp ríkidæmi Svía.
Yst
bottom of page