top of page

Þú ert hér-Umhverfisverk með Gjörningi

Þórsnes varð fyrir valinu sem fullkominn staður fyrir verkið Þú ert hér af sögulegum ástæðum, persónulegum, fagurfræðilegum og samfélagslegum.

 Landnámsmenn völdu sér afvikna staði með fagurri og víðri sýn til helgihalds og mín kenning er sú að Þósnes hafi verið slíkur staður og að þar hafi krafta- og þrumu-goðinu Þór verið blótað. Nesin tvö Þórsnes og Freysnes, sem ganga út í Lagarfljótið standa hvort gegnt öðru og mynda upphafið að Leginum og þar fóru menn gjarnan yfir á ís eða sundriðu á hestum. Samkomur voru haldnar á Þórsnesi, það eitt er víst og voru þær árlegur viðburður á árunum 1873-1880. Rannsóknir á rústum á vestanverðu nesinu gætu fært heim sanninn um mikilvægi Þósness fyrr á öldum.

Í seinni tíð með tilkomu Egilsstaða-þorps var Þósnes notað sem ruslahaugar og malatekju-staður. Í dag er þarna malargeymslu-staður og gæsaskyttum sést bregða fyrir í ljósaskiptunum.

 

VERKIÐ

Verkið Þú ert hér samanstendur af tveimur stórum þríhyrningum úr sléttuðum fjörusandinum og nálægum líparítsteinum úr Þósnestanganum.  Einnig eru þetta tveir minni þrífættir ál-þríhyrningsbakkar, sem ég kem með ásamt ámáluðum punkti, líka smíðuðum úr málmi. Verkið er hjá-miðjusett í Þórsnesfjörunni og heildarstærðin ca. 30m x 13m. Álbakkarnir verða fylltir lífrænum vökvum;  mjólk og blóði.

Það er reynsla mín og sannfæring að Þórsnes sé kyngi magnaður staður jafnt í menningarsögulegu tilliti, sem og í upplifunar-skyni.

Sem frumbyggi Egilsstaða með sterkar taugar til staðarins  er verk mitt “Þú ert hér” margrætt og höfðar til sammannlegra tilfinninga.

_MG_7080.jpg
_MG_7085.jpg
_MG_7090.jpg
_MG_7093.jpg
Yst er hér.JPG
_MG_7096.jpg
_MG_7117.jpg
_MG_7120.PNG
_MG_7127.jpg
_MG_7128.jpg
_MG_7129.PNG
_MG_7130.jpg
_MG_7133.jpg
_MG_7134.jpg
_MG_7136.jpg
bottom of page