top of page

Að feta stigu listarinnar

… hefur ýmsa kosti í för með sér – eins og þá að þú ræður viðfangsefni þínu og útfærslu verka þinna, en þú þarft helst að eiga góða fyrirvinnu! Hitt er svo, að mikil einvera og einangrun er fylgifiskur, sem ekki er sjálfgefið að þú eigir auðvelt með. Það er heldur ekki víst að þér takist vel að „selja þig“ eða hafir geð í þér til að berjast fyrir því að koma þér á framfæri. Þess vegna þarftu sífellt að vera með eigin hvatningu eins og hvatningarorðin í hringlaga verkinu Tær snilld í huga. Við myndlistarkonurnar í Súpunni sérsaumuðum okkur hvíta kjóla fyrir gjörning, sem framinn var á árbakka úti í náttúrunni í Húnavatnssýslu. Yst bætti síðar við litlum málverkum með teikningum á kjólinn og sýndi hann svo undir heitinu Óður til myndlistarkvenna

Þú ert þess virði!
 
Stökkt´áða!
 
Njótt´ess bara!
 
Brosa svo!
 
Það var lagið!
 
Koma svo!
Tær snilld!
 
Jess!
 
Jess!
Tær snilld!
 
Góð tilraun!
 
Frábært!
 
Það kemur!
 
Gott hjá þér!
 
Jess!
 
Hlæð´aðí!

Svartur sauður

Í súrrealistíska trönuverkinu Svartur sauður fjalla ég um málarann sem stendur frammi fyrir málaralistinni en ásamt með gólfverkinu Birting má etv. eygja örlitla vonarglætu inn í heim myndlistarinnar!

 

Skúlptúrinn Þitt er valið er ennfremur verk sem fjallar um áskorunina sem felst í því að feta braut listarinnar, sem er hvort tveggja í senn leikur og íþrótt.

 

Yst

bottom of page