top of page

Tilveran

Er tilveran tóm ögrun eða snýst hún um að njóta hvers einasta augnabliks með blíðubros á vör og treysta því besta í öllu falli?

Tengdafaðir minn var vitur maður. Hann gekk í gegnum lífið ætíð með bros á vör. Hann tók öllu sem að höndum bar af æðruleysi og leysti úr málum af visku. Hann lifði fábrotnu en ríku lífi og talaði oft um hve þakklátur hann væri; því foreldrar hans hefðu borið hann á höndum sér, svo hefði eiginkonan tekið við og loks bæði börn og barnabörn. Hann kvaddi sáttur tilveruna við ysta haf.

Tilvera okkar er undarlegt feðalag eins og Tómas skáld Guðmundsson orti svo snilldarlega.

Yst

bottom of page