top of page

Náttúran

Manneskjan í Rýminu

Manneskjan með öllum sínum tilfinningum þrám  óskhyggju og brestum ásamt veðrinu er sígilt viðfangsefni mitt í meðfylgjandi verkum;  Traust  Umbreyting  Ljósbrot  Tár  Vá!  Verk í stað Vonar  Þitt er valið – eða?

Hamfaraloftslagsbreytingar vatnsþurrð, veðurofsi, flóð og háhiti, flóttamenn í hrönnum konur og börn hrekjast stað úr stað í leit að griðastað. Við Íslendingar erum ekki ósnortin og ekki lengur undanskilin heimsmálunum. Móðir Jörð kallar á öll börnin sín sjálfum okkur til bjargar - að bregðast nú ekki og bregðast við strax!

Í þessum verkum mínum er leitað svara, innsetningar og skúlptúrar teygja sig til sýningargesta og  leitast við að láta þá ekki ósnortna, hvetja þá til að líta í eigin barm og taka afstöðu, umbreytingin hefst hjá þér og hjá mér.

En treysti ég mér til þess að gera eitthvað í málinu? Hvað get ég gert til að öðlast betra sjálfstraust?

Hvað get ég gert betur í mínu umhverfi? Hvað getur skólinn gert betur? Hvað getur hverfið mitt gert betur? Hvað getum við Íslendingar gert betur?

Loftslagsváin er raunveruleg og aðgerða er þörf! Vatnsbúskapur jarðarinnar minnkar ár frá ári – stríð eru háð vegna vatnsþurrðar – regnið með ljósbroti sínu er langþráð mjög víða.

Yst

Makki 2-.jpg

Afbygging hestalita

Aldrei að vita

Aldrei að vita-.jpg
Flæði 1.JPG

Flæði, farvegur fyrir hið góða, fagra og sanna

Flug

Í verkinu Flug  er vorboðinn okkar krían; áhrifavaldurinn. Þessi létti, stílhreini fugl, sem flýgur heimskautanna á milli, árlega, hellir sér í útungunina og uppfóstrunina hér, við ysta haf; sama hvernig viðrar og hverfur svo á braut þremur mánuðum seinna. Krían er árásargjörn og hávær, ver ungana sína með  kjafti og klóm og gengur hiklaust til liðs við aðra fugla í að bola burtu óboðnum gestum úr varplandinu. 

Flugið.JPG
Verk í stað vonar 1.JPG

Hringsól-tökum höndum saman - Verk í stað Vonar

Hringsól / Turnings er margræð sýning á myndverkum eftir listamennina Yst Ingunni St. Svavarsdóttur Íslandi, David Foggo Bretlandi, Kathryn Johnson Bretlandi, Helen Edling Svíþjóð og John Maclean Svíþjóð/Bretlandi.

Verkin voru gerð og sett upp í 10 daga listamannadvöl í Bragganum Yst í Öxarfirði í maí 2022. Þau endurspegla umhverfi, íbúa og náttúruna kringum Braggann Yst.  Verkin eru líka með skírskotun til yfirvofandi umhverfisvár með tilheyrandi kvíða og óvissu en jafnframt von og tilfinningu fyrir endurnýjun í gegnum samskipti og samvinnu.

Manneskjan í rýminu

Lágmynd án titils.JPG
Yst Þitt er valið - eða x.JPG

Manstu litinn

Sólin

Sólin í Öxarfirði.jpg
_MG_7080.jpg

Þú ert hér-Umhverfisverk með Gjörningi

Hugmyndin að verkinu Þú ert hér sem ég vann út frá eru:Tengsl

í sem víðustum skilningi; gagnkvæm tengsl manna í millum, tengsl kynjanna, tengsl fólks við staði, tengsl fólks við söguna, tengsl fólks við stjórnvaldsaðgerðir, tengsl þjóða í millum, tengsl fólks við tímann, tengsl persónunnar við sjálfa sig og síðast en ekki síst tengsl fólks við trúna. Sagnirnar að næra og að særa ráða för. Að ofgera öðrum hvorum þessara þátta litar tengslin og/eða slítur þau. 

Umskiptin í náttúrunni

Vá! Vá!.JPG
Still waters run deep  Ketilhúsinu.JPG

Vatnsverk

Vetrar-landslag

‘Winter-landscape’   Relief (mirror and wood painted with gesso)

1500mm x 3000mm x 1100mm.

 

This work has its roots in my admiration of the painting: ‘Water seller’ by Velázquez. The mirrors in the work allow people of various heights to become a part of the work for a while.

Vetrarlandslag 3.JPG
bottom of page