top of page

Himininn höndum tekinn

Innsetning með gólfverki 2006. Þvílíkt hvað ég varð glöð yfir að komast inní  2ja ára mastersnámið mitt í myndlist! Komst strax inn í báða listaskólana sem ég sótti um í ... líka í Edinborg ... Samdi þá fyrst ljóðið mitt From One to Another á ensku og lét fjölfalda það til að hafa með í innsetningunni  á sýningunni minni í Hatton Gallery í Newcastle sem bar sama nafn 2007.

Á Braggasýningu síðar efndi ég til samkeppni meðal sýningargesta um þýðingu ljóðsins yfir á íslensku og fékk nokkrar tillögur. Jónas Friðrik Guðnason varð hlutskarpastur og hlaut Skáldalaun

Frá mannveru til annarar

Þegar þú finnur sjálfa elskuna
eins og ljós sem skín
gegn um lífið
getur barn orðið til
í fyllingu tímans
- listaverk


Þú sjálf eins og form
sem deilist mörgum sinnum
ekki aðeins einu sinni
- sjáðu bara!

Gáðu að glugga sálarinnar
- þorirðu að opna
- að njóta?


Ósk sem ferðaðist með þér
- öll þessi ár
- svo fíngerð svo há
- deilist einnig hún?

Viltu láta drauma þína
springa út
eða skulu þeir geymast
í innsta og dýpsta leyni?

Nærir þú núið þitt?
Nærðu því?

Yst 2007
Jfg 2008

bottom of page