Út úr myrkri
Nornaveiðar - öflug kennsluaðferð í unglingaskóla í Salem USA
(lausleg þýðing)
Miðskólabekkur var látinn leika leik sem fólst í því að kennarinn sagðist hvísla að hverjum og einum annað hvort að hann væri norn eða venjulegur nemandi. Síðan áttu nemendurnir að mynda stærsta. mögulega hóp sem ekki innihéldi neinar nornir. Ef einhver hópurinn væri með norn innanborðs myndu allir í þeim hópi fá falleinkunn í faginu.
Krakkarnir helltu sér nú í að yfirheyra hvort annað og fljótlega myndaðist einn nokkuð stór hópur en flestir enduðu í litlum lokuðum hópum sem neituðu öllum um inngöngu sem þóttu á einhvern hátt grunsamlegir - gætu mögulega verið sökudólgar/nornir.
Eftir nokkra stund sagði kennarinn: allar nornir rétti upp hönd - enginn rétti upp hendina .
Krakkarnir sögðu nú kennaranum að hann hefði eyðilagt leikinn, en hann svaraði: Nú er einhver norn í Salem? eða trúðuð þið bara því sem ykkur var sagt!
Þessi leikur sýnir hversu auðvelt er að skipta upp eða splundra samfélagi! Skipting í við og þið skemmir miklu meira en það verndar eða byggir upp - það að finna sökudólga, leggja í einelti og/eða sniðganga hver annan er ekki leiðin til betra lífs.
Leyfðu ekki ótta að villa um fyrir þér - nýttu þér eigin dómgreind og treystu þinni tilfinningu og innsæi!
Bestu kennararnir sýna nemendum hvar þeir eiga að leita svara, en ekki hvað þeir eiga að sjá!