top of page

Femínismi

Brennandi áhugi Ystar – Feminisminn

Femínisminn er mér í blóð borinn því móðir okkar systranna var eldheit baráttukona sem barðist ötullega fyrir símenntun okkar allra. Faðir minn var yndislegur maður og mjólkurbússtjóri, en við vorum frumbyggjar Egilsstaða.
Hann krafðist þess samt af okkur dætrunum að við ynnum betur og lengur en strákarnir ef við ættum að fá vinnu hjá honum. Þrátt fyrir það sagðist hann samt verða að fara eftir launatöxtum unglinga, þar sem strákar/piltar voru ætíð með hærri laun fyrir sömu vinnuna!!! Mér var verulega misboðið og þar með upphófst kvenréttindabarátta mín. Á menntaskólaárunum á Akureyri kom ég fram í Sjallanum með Rauðsokkum (í eldrauðum sportsokkum upp að hnjám) 1970-71 og söng þar af fullkominni sannfæringu og einskærri gleði: „Ef þori ég
vil ég get ég, JÁ ég þori, get og vil!“

konur í öndvegi.jpg

Á tánum

Á tánum er marglaga verk. Fyrst er gjörningur þar sem ég leiði íslenskar konur á öllum aldri til öndvegis í Kvenfrelsistólinn sem ég útbjó. Stóllinn var áður í eigu Sumargjafar, því merka kvenfélagi í Reykjavík sem kom á fyrsta barnaheimilinu á Íslandi, svo mæðurnar kæmust úr á vinnumarkaðinn. Ég fékk stólinn keyptan þegar ég hætti að nota hann sem sálfræðingur hjá Dagvist barna í Reykjavík (þessi græni stóll er alíslensk hönnun frá Stálsmiðjunni). Ég fjölfaldaði svo póstkortið af konunum í öndvegisstólnum og útbjó úr þeim alþjóðlega kvennamerkið í stórt myndverk sem ég notaði loks í innsetninguna Á tánum!

Að feta stigu listarinnar

Óður til myndlistarkonunnar (2).JPG
Funi-Yst-2.png

Beggja skauta byr

Þetta er heil sýning með fullum sal af verkum sem túlka einlæga ósk mína um velgengni kvenna "í öllum sínum tilbrigðum“ gagnvart undirokun feðraveldisins. Hér er kynhlutverks- kúguninni í íslenskri sögu svarað fullum hálsi með marglitum kvenskautum með skírskotun hvor tveggja í senn til íslenska skautbúningsins og kvenskautsins, þe. til visku og til viðgangs mannkyns með hverri einustu konu!

Ekkert lamb að leika sér að

Ekkert lamb að leika sér við  x.PNG
lim x er miklu stærra en x.PNG

Fleiri víddir

Gegnsæi; Til Hennar bókverk

Gegnsæi er heil sýning sem fjallar um mikilvægi gegnsæis í samskiptum á öllum sviðum mannlífs, allt frá opinberri umsýslu í lýðræðisríki gagnvart almenningi, til persónulegra samskipta þar sem leyndarhyggju er ýtt út! Bókverkið Til hennar er gefið út í 100 tölusettum gegnsæjum eintökum og er listatilraun skáldsins Jónasar Friðriks og myndlistarkonunnar Ystar þar sem þau földu gjörsamlega hvort fyrir öðru verk sín í sköpunarferlinu, þangað til Yst kom loks teikningunum og heimspekiljóðunum saman til prentunar í gegnsætt bókverk!

IMG_0607.JPG
Móðir -Kona.jpg

Móðir kona meyja

Sýnir hér raunheim kvenna á abstrakt máta í formum, litum og línu!

Móðirin

Móðirin er gagnvirkur inniskúlptúr sem sýnir glöggt móðureðlið í hnotskurn með því að bjóða gestum uppá að setjast í umhyggjuna í móðurskauti, en hvetur þá jafnframt til að rísa upp og takast á við lífið. Móðirin er nagli!

Móðirin5.jpg
Þarftu-stiga-til-að-ná-upp-í-karlmenn--ha-2.png

Stefna

Jafnlaunastefnu fyrir alla; konur, kynsegin og karla!

Þriðja vaktin

Þriðja vaktin; kærkomin samfélagsleg viðurkenning á virði umsjónarverka kvenna á heimilum allra landa.

þriðja vaktin.PNG
Traust innsetning Yst (2).png

Traust

Útbreidd sæng

Útbreidd sæng.JPG

© 2023 YST Ingunn St. Svavarsdóttir

bottom of page