top of page

Hugleiðingar

Enn eitt ávarp listakonu /Artists statement once again
 

Ég er litaglöð fjölvíddar myndlistarkona sem sækist stöðugt eftir ljósinu, birtunni og ylnum.

Ég er mikill náttúruunnandi og á sterkar rætur bæði í sálfræði og stjórnmálum.

Verkin mín spretta uppúr línum, ljósatilbrigðum, litum og formum í ýmsum víddum og mig langar að útvíkka það sem ég elska að gera, þannig að það hafi stærri tilgang en sjálfa mig!

 I am a multidimensional colourloving visual artist, who is constantly seeking the light, the brigthness and the warmth. I am a lover of Nature with strong roots in psychology and politics.  My works are made of lines, light, colour and forms in different dimensions and I want to broaden what I love to do so that it has greater purpose than myself!

Yst

Yst í ræðupúlti
Innri för

 

Myndlistin mín er innri för meðvituð og ómeðvituð.

Meðvitaði þáttur fararinnar eru ákveðin skref í átt að einhverju, sem ég vil ná og sjá og lúta þrá eftir einhverju sérstöku, sem ég hef stundum skissað lauslega eða skifað um. Ómeðvitaði þáttur fararinnar er svo þegar ég stilli mig inná flæðið og fylgist þá bara með því sem fæðist af sjálfu sér, hvort sem það er teikning eða málun, útfærsla á innsetningu, skúlptúr eða gjörningi.

 

Það sem kveikir í mér ... er oft samfélagstengt og birtingarmyndirnar þá oft í gerð skúlptúra eða innsetninga og gjörninga. Í teikningunni og málverkinu eru dýpri tilfinningar oftar meira uppá teningnum ... þó ekkert sé algilt í því. Að mála er eins og að fara í eigin-meðferð, sem er sammannlegt fyrirbæri og skilar sér oft yfir til áhorfandans. Það tekur á ... að mála og gengur stundum svo nærri mér að hvort tveggja; hlé frá málverkinu og annar miðill í framhaldinu er bráðnauðsynlegt ...  Að semja örsögur og ljóð, tína upp tvíræð orð og nafngiftir, hendingar, bendingar ... allt er þetta ómissandi í sumum verka minna.

 

Sköpun er bæði skemmtileg og grýtt för á köflum, mislöng, en endar yfirleitt á sama hátt, þe. með miklum ákafa ... allt að því sprengikrafti. 

Verkin mín eru ýmist unnin út frá óljósri tilfinningu í aðdraganda verks, sem verður kristaltær, þegar verkið er fætt td. nafngiftin mín á gjörningnum okkar í Súpunni: Burðast með sjálfsmynd eða að verkið verður til út frá skýrri hugmynd, sem kemur fyrst og þróast svo í framhaldinu eins og umhverfisverkið og gjörningurinn: Þú ert hér  

 

Áhrifavaldar í minni myndlist hafa verið margir í gegnum tíðina td.:  Eva Hesse, Louise Bourgeois, Agnes Martin, Dalí, Sigurður Guðmundsson,

Kandinsky, Kjarval og Klee, Ólafur Elíasson,Yoko Ono og finnska myndlistakonan Helene Schjerfbeck.

Djúp tengsl við náttúruna og landið okkar með hestunum og fuglum, birtunni og vötnunum, endurkastið á sjónum úr síbreytilegu himinhvolfinu, risjótt veðráttan og síðast en ekki síst sjálft fólkið yngra og eldra, allt hefur þetta áhrif á mína list.

Oft verður verk úr því sem ég á bágt með að horfa uppá, en ekki síður úr því sem ég elska ... það er léttara.

 

Form eru mér ofarlega í huga, myndbyggingin miðlæg og litirnir sérvaldir og í sífelldri þróun.  Efni og áhöld eru ólík frá sýningu til sýningar, en strigi og málmar, tré, speglar  og gegnsæ efni koma oft við sögu. Ýmist er um tilbúna hluti að ræða, sem ég á eitthvað við, eða eigin sköpun frá grunni, oft með hjálp iðnaðarmanna. Ég vinn oftast heilar sýningar í einu, en stök verk fyrir samsýningar. Samstaf við aðra í hvers konar listum og vísindum er líka gefandi. Ég les töluvert um myndlist, sæki sýningar og fylgist með straumum og stefnum hér heima og erlendis eftir því sem tök eru á.

 

Markmið mitt í myndlistinni akkúrat núna er að vinna létt verk. Verk sem hafa létt yfirbragð og eru létt í flutningi og uppsetningu, plásslítil í geymslu, virðast létt-unnin og tengjast landi og þjóð.

Innri skynjun, femínismi, - samfélags og umhverfis-mál birtast í list Ystar
 

  • ýmist í formi teikninga, málverka, skúlptúra eða innsetninga.

  • verkin eru yfirleitt abstrakt og textar koma fyrir í þeim.

  • form og litir vega þungt og stærðir eru frá lófastæð allt uppí 5-6 metra há verk

  • inni- eða útiverk

Yst

Tilgangur minn sem fagurlistaverkakona er að styrkja mennskuna með því að gefa mig alla í verkin mín og vonandi næ ég til fólks með list minni

My aim as an artist is to enrich humanity by giving all my feelings into my artworks and hope to reach out to people - to touch them with my art

Ég er sálfræðingur frá Gautaborgarháskóla og myndlistamenntuð í Newcastle University

I am Psychologist from Gothenburg University and I have master in Fine Art from Newcastle University

Yfirlýsing listakonunnar Ystar

Ég tjái tilfinningar mínar í verki og vonast með því til að ná til annarra og auðga mennskuna. Markmið mitt er að vera sístarfandi og staðna helst aldrei – braggast á sólstöðum, sýna árlega og þróa stöðugt eitthvað nýtt! Ég er femínisti - rauðsokka en þó fyrst og fremst leitandi sál sem fæst við form og liti og verk mín eru ýmist inni- eða útiverk, teikningar,  bókverk, málverk, innsetningar og skúlptúrar með eða án texta. Efnin sem ég nota helst eru málmar og tré, litir og þakpappi, efnisdúkar ýmiss konar og endurnýttir tilbúnir hlutir auk spegla og plexiglers. Sálfræðingur er ég og fagurlistaverkakona og starfa eingöngu að list minni. Ég hika ekki við að fá mér smíðahjálp sem og aðra sérfræðiaðstoð ef svo ber undir og hef blessunarlega notið styrkja til að geta greitt fyrir aðkeypta vinnu og er mjög þakklát fyrir það - braggast á sólstöðum Yst hlaut tilnefningu til Eyrarrósarinnar 2015.

Artist Statement

I show my feelings in my work and hope to reach to others through my work. My aim is to be working all the time and hopefully never stagnate – braggast á sólstöðum (improve on solstaice) exhibit every year and always  evolve something new! I am Feminist in red socks, but foremost a searching warrior, who works with forms and colours and my work are outside or inside, drawings, bookworks, paintings, installations and sculptures with or without a text. The material, that I use is metals and wood, colours and tarpaper, canvas and textiles and recycled found objects in addition to mirrors and plexiglas. I am a psycologist and an artist who works only as such. I do not hesitate to get help from specialists like welders when needed and I have got grants to pay for this.

14.jpg
Hvað er list?

Svarinu við spurningunni: “Hvað er list” er ekki auðsvarað og það, meðal annars er trikkið ... dulúðin sem gerir listina svona spennandi að kljást við. Listin er síbreytileg í tíma og rúmi eins og lífið sjálft; ætíð eitthvað nýtt, jafnvel þó hún byggi á þekktum grunni. Hún er aldrei tjáð eins frá einum listamanni til annars, né skilin nákvæmlega eins frá einum viðtakanda til annars. Sumir telja að Póst-Móderníska skeiðinu í listinni, þar sem allt var leyfilegt, sé lokið og upp sé runninn Alter-Módernismi, sem taki mið af breyttri skynjun okkar samfara netvæðingunni; nethugsuninni og  alheims-viðmiðinu. Kjarninn í listinni nú séu spurningar um útlegð, ferðir og landamæri. Í stað þjóðernislegrar listar séu tilviljunarkenndar og abstrakt klasa-tengingar ólíkra menningar-heima staðreyndir samtímalistarinnar.

 

Hvað nákvæmlega á sér stað á sköpunarstundu er erfitt að greina. Áður hefur hugmynd kviknað, hún verið reifuð og lögð í salt og unnið áfram með hana í ákveðnu ferli og svo gerist eitthvað ... ákafinn tekur völd og verkið er klárað í ham. Tíminn, sem þetta tekur er mjög mislangur, getur verið allt frá mínútum og klukkustundum uppí mánuði og ár.

 

Yst

16.jpg
Gagnrýnin hugsun er aðalsmeki hverrar menntaðrar konu og hvers menntaðs manns!

 

Gagnrýnin hugsun er hvatning til að iðka siðfræðina, sem menn aðhyllast og heimspekina í hverjum og einum

 

Gagnrýnin hugsun krefst þess að menn ræði hvað eina ... út frá rökum með því að:

 

  1. Spyrja spurninga

  2. Skoða allar hliðar máls ... skoða grundvöllinn fyrir  hinu og þessu

  3. Hugsa alla leið ... ... ... hugsa mál til enda

  4. Hafa haldbær rök fyrir hlutunum (+ arnir og - arnir)

  5. Kryfja mál til mergjar ... Greina málin niður í spað

  6. Skilgreina hugtökin, sem maður notar, þannig að merking orðanna, sem við notum séu á hreinu!

 

BestuBraggakveðjur

Ykkar

 Yst

Lífið er List og List gefur Líf

Hljómagangurinn er breytilegur og hljóðfærin af ýmsum toga ... á Ystu nöf ... stundum eru þagnirnar mikilvægastar ... og bara blíðubrosið og veran er málið – veran til staðar – hér og nú.

 Ómstrítt er bæði íslenskt og fjölþjóðlegt í senn – hrífandi eins og náttúran í tónlist Jóns Leifs.

 Listgjörningur tekur á, rétt eins og lífið sjálft, þótt seiglan og flæðið gefir bestan byr.

List er ætíð GJÖF- gjöf til lífsins.

Sýningarhaldið í Bragganum Yst hefur verið óslitið í tvo áratugi. Yst á um 60 sýningar að baki, langflestar á heimavelli, ýmist einkasýningar, gjörninga eða samsýningar, allt með góðu fólki, yngri sem eldri.

Yst

Ánægjuvog sýningagesta íbúa rannsókn